Öskudagur

Það var mikið fjör hjá okkur í Skarðshlíðarskóla í dag. Það voru ýmsar kynjaverur sem mættu í skólann í morgun og margir óþekkjanlegir. Nemendur byrjuðu daginn inn á svæðum í spilum og leikjum. Eftir nesti og frímínútur færðum við okkur um set og fórum í salinn í  Ásvallalaug. Þar fórum við í ásadans og limbó og svo var dansað og sýndu margir áður óþekkta takta. Mikið fjör og gaman.  Sjá fleiri myndir í myndasafni .




Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is