Heimalestur

Heimalestur skiptir sköpum í lestrarnámi barna. Því er góð samvinna á milli heimila og skóla nauðsynleg fyrir gott lestrarumhverfi barns.  Heimalestur er skráður í hverri viku í Mentor – hvort að barnið hafi náð markmiðum vikunnar eða ekki.  Lesrarbækur mega ekki vera of þungar, nemendur þurfa að geta lesið 97% textans rétt.  

Sérkennari er alltaf tilbúin að veita foreldrum ráðgjöf varðandi lestrarnámið. Hægt að senda tölvupóst og biðja um viðtal kristinlaufey@skardshlidarskoli.is.Mig langar að benda á vefinn http://lesvefurinn.hi.is/ þar sem miklar upplýsingar eru um lestur og lestrarnám.

Á heimasíðu Menntamálastofnunar undir krakkavefir eru mörg skemmtileg forrit sem þjálfa ýmsa þætti lestrarnámsins.   https://mms.is/krakkavefir

Kristín Laufey Reynisdóttir sérkennari


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is