Frír hafragrautur í boði í upphafi dags

Í haust var byrjað að bjóða upp á frían hafragraut í öllum skólum í Hafnarfirði bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Nemendur mæta fyrr í skólann til að fá sér að borða áður en kennslan hefst. Nemendum í 1. til 6.bekk stendur til boða að mæta kl 7:50 og hafa því 20 mínútur til að fá sér að borða. Nemendur sem hefja skóladaginn kl 9 mega koma frá 8:40. Ef þau eru mætt snemma mega þau fá sér með yngri nemendum. Margir nemendur og starfsmenn nýta sér þessa þjónustu og fá sér fulla skál á hverjum morgni. Frábært framtak hjá Hafnarfjarðarbæ!

  


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is