Fréttir af 1.bekk

Börnin í 1.bekk náðu þeim merku tímamótum í vikunni að hafa verið 100 daga í grunnskóla en þau hafa verið að telja dagana í allan vetur. Það var því mikil spenna á mánudaginn þegar það kom loks að stóra deginum en þá gerðum við okkur glaðan dag og héldum smá veislu. Gleðin hélt svo áfram út vikuna þar sem við unnum ýmis fjölbreytt og skemmtileg verkefni tengd tölunni 100 í stærðfræði. Einnig fórum við í skrúðgöngu ásamt börnum í leikskólanum, sem voru að fagna degi leikskólans, og sungum fyrir nemendur. 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is