Frétt frá 6.bekk

         Hæfni nemanda til að átta sig á sjálfum sér byggist á því hvaða mynd hann gerir sér af sjálfum sér (og öðrum) í eigin huga. Samfélagsgreinar eiga að efla þessa hæfni með því að víkka út og dýpka hugarheim nemandans. Með þetta að markmiði hafa nemendur í 6. bekk verið að vinna með hæfniviðmiðið: Að gera sér grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum. Nemendur teiknuðu sjálfsmynd og veltu því fyrir sér hvaða styrkleikum þeir byggju yfir og í hverju þeir vildu bæta sig. Einnig veltu þeir því fyrir sér hvort ákveðinn eiginleiki geti bæði verið styrkleiki og veikleiki og mikilvægi þess að þekkja styrk sinn og veikleika svo hægt sé að vinna í að bæta sig og vaxa.



Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is