9.bekkur

Í upphafi skólaársins fóru nemendur í 9. bekk út og týndu bláber. Hugmyndin var sú að sýna þeim að hægt væri að týna matvæli í heimabyggð og nýta þau. Nemendur frystu berin og nýttu þau svo til þess að baka bláberjamuffins í heimilisfræði.

Meðfylgjandi eru myndir ásamt uppskrift ef einhverjir vilja prófa heima

Bláberjamuffins með streusel topp

120 g smjör/smjörlíki
2 ½ dl sykur
2 egg
1 ½ dl súrmjólk
2 tsk vanilludropar
5 dl hveiti
1 ½ tsk lyftiduft
½ tsk salt
1 poki frosin bláber (sirka 250 g)

Streusel toppurinn:
¾ dl sykur
2 ½ msk hveiti
½ tsk kanill
1 ½ msk smjör/smjörlíki

Aðferð

  1. Hitaðu ofninn upp í 180°C og undir og yfir hita.
  2. Byrjaðu á að búa til streusel toppin með því að mylja smjörið, sykurinn, hveitið og kanilinn saman í grófa mylsnu. Settu til hliðar og geymdu á meðan þú gerir deigið.
  3. Þeyttu vel saman smjörið og sykurinn með þar til það er ljóst.
  4. Bættu eggjunum saman við einu í senn og þeyttu þar til deigið er bæði létt og ljóst.
  5. Bættu við deigið súrmjólkinni og vanilludropunum og hrærðu örlítið.
  6. Hrærðu að lokum saman við deigið hveitinu, lyftiduftinu og saltinu. Hrærðu eins lítið og hægt er, þetta á bara rétt að blandast saman.
  7. Bættu frosnu bláberjunum út í deigið og hrærðu örlítið saman við með sleif.
  8. Settu deigið í 12- 16 muffinsform. Passaðu að fylla ekki í meira en 2/3 af forminu.
  9. Stráðu streusel toppnum yfir kökurnar og bakaðu þær í 20-25 mínútur eða þangað til þær eru orðnar gullbrúnar.
  10. Þegar kökurnar eru bakaðar, taktu þær þá úr ofninum, fjarlægðu úr muffinsmótinu og láttu þær kólna á kökugrindSkarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is