Áfallaáætlun Skarðshlíðarskóla 2023 -2024

Í hverjum skóla þarf að vera til áætlun um viðbrögð ef upp koma slys í nemenda- eða starfsmannahópnum

Áfallateymi Skarðshlíðarskóla er skipað af:

1. Skólastjóra

2. Aðstoðarskólastjóra

3. Námsráðgjafi

4. Umsjónarkennara viðkomandi nemenda

Hægt er að kalla aðra aðila til eftir þörfum t.d. skólaritara, hjúkrunarfræðing eða prest.

Símanúmer
Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri 527 7301 / 664 5871
Rannveig Hafberg, aðstoðarskólastjóri 527 7302 /8960062
Lovísa Hafsteinsdóttir 527 7351

Símanúmer utanaðkomandi fagaðila sem hægt er að leita til

Arnór Bjarki Blomsterberg (Nói), prestur í Ástjarnarkirkju 692 8623

Bolli Pétur Bollason, prestur í Ástjarnarkirkju 8645372

Jónína Ólafsdóttir, prestur í Hafnarfjarðarkirkju 520 5700 / 8670970

Einar Eyjólfsson, fríkirkjuprestur 8988478

Margrét Lilja Vilmundardóttir prestur í Fríkirkjunni 6188085

Lúcíó Ballester, prestur í Kaþólsku kirkjunni 554 7010

Félagsþjónusta Hafnarfjarðar 585 5500

Neyðarþjónusta presta 659 7133

Áfallahjálp Landspítalans 543 1000

Slysadeild 543 2000

Heilsugæslan Sólvangi 550 2600

Heilsugæslan Firði 513 5400

Lögreglan í Hafnarfirði 112

Barnahús 530 2500

Hlutverk áfallateymis

Mikilvægt er að starfsmenn séu vel undir það búnir að takast á við erfiðleika sem fylgja hinum ýmsu áföllum. Nauðsynlegt er að samkomulag og skýr vitneskja sé um hvernig bregðast skuli við áföllum. Í skólanum er starfandi áfallateymi. Hlutverk þess er að gera vinnuáætlun svo bregðast megi fumlaust og ákveðið við þegar áföll hafa orðið. Taka þarf tillit til aðstæðna hverju sinni þegar viðbrögð við áföllum eru ákveðin. Áfallaáæltun skal nýta sem gátlista þegar skipuleggja þarf áfallahjálp meðal nemenda og starfsfólks skólans.

Í upphafi skólaárs fundar áfallaráð og fer yfir hvort breytingar hafi orðið á aðstæðum nemenda eða starfsfólks vegna alvarlegra slysa, veikinda, dauðsfalla eða annarra áfalla. Ráðið fundar einu sinni á önn, ef áfall verður er fundað eins fljótt og auðið er. Skólastjóri eða staðgengill kallar saman ráðið. Áfallaráð skal sjá til þess að starfsfólk fái kynningu á því hvernig bregðast skuli við áföllum. Það skal jafnfram sjá til þess að starfsfólk fái þann stuðning og þá aðstoð sem þörf er á.

Þegar vitneskja hefur borist um mál sem fellur undir áfallaáæltun skólans fundar áfallateymið eins fljótt og auðið er og tekur ákvörðun um næstu skref.

Allar aðgerðir skólans þarf að bera undir viðkomandi forráðamenn til samþykkis og þeir þurfa að vera með í ráðum frá upphafi.

Athugið að skólastjóri eru alltaf eini tengiliðirnir við fjölmiðla eða aðila utan skólans, aðrir hafa ekki leyfi til að gefa upplýsingar um atburði.

Áfall í skóla

Fyrstu viðbrögð

  • Meginreglan sé sú að umsjónarkennari og stjórnandi greini nemendum frá veikindum, slysum og dauðsfalli. Treysti þeir sér ekki til þess þá ser annar aðili fenginn til þess t.d. úr áfallaráði eða prestur.
  • Skólastjóri tilkynni starfsfólki. Mikilvægt er að gera það strax, ekki bíða eftir næsta fundi.
  • Þegar að um andlát er að ræða er kveikt á kerti inn á kaffistofu og nafn þess látna skrifað í minningabók og gerð grein fyrir tengslum hans við starfsmann/nemanda.
  • Þegar um andlát er að ræða sem tengist nemanda er farið kerti inn á nemendasvæði. Kerti látið loga þar i einn dag.
  • Kerti, bók og til að fara með inn á nemendasvæði eru geymd á skrifstofu stjórnenda.

Viðbrögð við áföllum tengd nemendum

Nemandi verður fyrir slysi á skólatíma

a. Minniháttar slys

Smávægilegir áverkar eru óhapp sem skilgreint er þannig að ekki þarf að leita til læknis. Skrámur, blóðnasir, marblettir og aðrar skeinur teljast til minniháttar óhappa enda gengið út frá því að gera megi að þessum áverkum með búnaði úr sjúkrakassa í skólanum.

Sá starfsmaður skóla sem kemur fyrstur á vettvang tekur að sér stjórn.Stjórnin felst í eftirfarandi þáttum

· hugað er að þeim slasaða og metið hvort kalla þurfi á aðstoð eða hvort nemandinn geti farið inn í skólann þar sem gert er að sárum hans

· kallað eftir hjálp ef þurfa þykir (sjá áætlun um meiriháttar slys)

Þegar komið er inn í skólann skal fara með hinn slasaða til hjúkrunarfræðings/ritara. Sé hjúkrunarfræðingur ekki við skal kalla eftir skólastjórnanda sem tekur þá við stjórn.

Gert er að sárum nemandans og metið hvort nemandinn geti tekið þátt í skólastarfinu það sem eftir er dagsins. Haft er samband við foreldra viðkomandi barns og þeir upplýstir um málið og þeir beðnir um að sækja barnið ef þurfa þykir.

Hjúkrunarfræðingur/skólastjórnandi/ritari fylla út slysaskráningarblað og láta umsjónarkennara viðkomandi nemanda vita af slysinu og til hvaða aðgerða hafi verið gripið.

Höfuðhögg
Hafi nemandi orðið fyrir höfuðhöggi skal láta foreldra vita strax og næstu skref ákveðin í samráði við þá þar sem heilahristingur kemur oft ekki í ljós fyrr en eftir nokkra klukkutíma. Eftirlit skal haft með nemandanum þar til hann er kominn í hendur foreldra eða annarra þeirra sem hafa umsjón með barninu.

b. Alvarleg slys

Alvarleg slys eru þau slys þar sem aðkoma læknis er nauðsynleg. Til alvarlegra slysa teljast brunasár, beinbrot, andlitsáverkar, tannskemmdir, þung höfuðhögg, tognanir, bakáverkar eða innvortis meiðsl.

Sá starfsmaður skóla sem kemur fyrstur á vettvang tekur að sér stjórn á vettvangi þar til skólastjórnendur koma. Stjórnin felst í því að sjá til þess

· að hringt sé í 112

· að þeim slasaða sé sinnt og skyndihjálp beitt ef þurfa þykir

· að kallað sé á fleiri til aðstoðar

· að öðrum nemendum sé komið frá vettvangi

Skólastjórnendur sjá til þess að þegar sé haft samband við foreldra og þeim gert viðvart um slysið. Þurfi nemandi að fara með sjúkrabíl á slysadeild fer starfsmaður með honum í bílnum ef foreldrar eru ekki til staðar. Starfsmaður skal bíða með nemandann hjá lækni eða á slysadeild þar til foreldrarnir koma. Starfsmaður skal greina foreldrum frá atvikinu á eins hlutlausan og nærgætinn hátt og hægt er og beina þeim spurningum til heilbrigðisstarfsmanna sem honum er ekki unnt að svara.

Umsjónarkennarar viðkomandi nemanda skulu hið fyrsta vera upplýstir um málið og ræða þeir við samnemendur hans. Mikilvægt er að ræða málið á eins hlutlausan og nærgætinn hátt og mögulegt er og að svara spurningum nemenda eins skýrt og hægt er.

Eftirmáli slyss í skólanum

· skólastjórnendur safna staðreyndum um slysið

· skólastjórnendur virkja áfallaráð ef þurfa þykir

· skólastjórnendur tilkynna foreldrum viðkomandi nemenda um atburðinn

· farið yfir staðreyndir málsins með kennurum og starfsfólki skólans

· áfallaráð ásamt umsjónarkennurum ræða við og vinna með nemendum sem tengjast málinu

· skólastjórnendur í samráði við áfallaráð ákveða hvernig tilkynna skal öðrum foreldrum nemenda um slysið

· Skólastjórnendur gæta þess að enginn fari heim úr skólanum með rangar eða misvísandi upplýsingar um málið. Bréf með helstu upplýsingum send heim til nemenda eða hringt.

Slys utan skólatíma

· Áfallaráð fundar og ákveður hvernig bregðast skuli við.

· Viðkomandi starfsfólki og skólafélögum er tilkynnt um skysið.

Slys á ferðalagi á vegum skólans

· Sá sem kemur fyrstur að slysinu hringir á sjúkrabíl. Forsvarsmaður hópsins lætur skólastjórnendur vita af atburði.

· Skólastjórnendur láta foreldra barnsins vita. Umsjónarkennari eða einhver sem þekkir barnið vel fer með barninu í sjúkrabílnum.

· Skólafélögum er safnað saman og þeim er greint frá því hvað hefur gerst.

· Skólastjórnendur og forsvarsmenn hópsins meta hvort heimför er flýtt.

Næstu dagar

· Ört upplýsingastreymi til skólans er mikilvægt.

· Umsjónarkennari kemur upplýsingum til nemenda.

· Athuga skal hvort heimsóknir séu mögulegar eða heppilegar eða félagar geti sent kveðju.

Andlát nemanda

· Skólastjóri sér um að afla staðfestra upplýsinga um atburðinn og hefur samband við heimilið.
Áfallaráð kallað saman (auk prests) á stuttan fund þar sem fólk skiptir með sér verkum og ákveður fyrstu viðbrögð skólans.

· Gæta skal þess að náin skyldmenni hins látna sem eru við nám eða störf við skólann fái fregnina sérstaklega, ekki yfir hópinn.

· Skólastjóri tilkynnir starfsfóli frá dauðsfallinu eins fljótt og hægt er.

· Skólastjóri og prestur tilkynna andlátið strax í viðkomandi árgangi/deild ásamt umsjónarkennara.

· Hlúð er að nemendum í bekknum eins og hægt er með aðstoð hjúkrunarfræðings, námsráðgjafa og sálfræðings.

a. Kveikt er á kerti.

b. Prestur talar við börnin.

· Umsjónarkennarar tilkynna andlátið öðrum nemendum skólans. Mikilvægt er að allir fái fregnina samtímis.

· Skólinn dregur fána í hálfa stöng þegar búið er að tilkynna nemendum og starfsfólki andlátið.

Vinna í viðkomandi árgangi/deild sama dag

· Æskilegt er að umsjónarkennara verði með sínum árgangi það sem eftir er skóladags.

· Hafa logandi á kerti á kennslusvæði.

· Nemendum gefið tækifæri til að ræða um atburðinn (lífið og dauðann).

· Prestur auk hjúkrunarfræðings, námsráðgjafa, skólastjórnenda og/eða skólasálfræðings aðstoða ef þörf er á.

· Hringt í forráðamann allra nemenda í bekknum áður en nemendur fara heim.

· Bréf sent heim með öllum nemendum þar sem greint er frá því sem gerðist og upplýst um hvernig skólastarfið verði næstu daga.

· Mikilvægt að ritari skólans athugi hvaða nemendur voru ekki í skólanum þennan dag, svo hægt sé að senda skilaboð til þeirra.

· Í lok dagsins skal fundað í áfallaráði ásamt umsjónarkennara þar sem farið er yfir stöðuna og áætlanir gerðar um áframhaldandi vinnu.

· Fulltrúar skólans fara í heimsókn til aðstandenda viðkomandi nemanda með samúðarkveðju næstu daga á eftir.

Vinna í viðkomandi árgangi næstu daga

· Umsjónarkennari tekur á móti bekknum sínum næstu daga.

· Kveikt á kerti og skal láta það loga fram yfir jarðarför.

· Bekkurinn útbýr samúðarkveðju og/eða skrifar minnigargrein. Einnig geta börnin teiknað myndir, skrifað bréf, ljóð eða sögur.

· Börnunum greint frá hvað gerist næstu daga þ.e. kistulagning og jarðarför (hægt að fá aðstoð prests).

· Skólastarf næstu daga þarf að brjóta upp, ef spurningar vakna, eða ef fram koma viðbrögð sem sýna sorg, reiði, örvæntingu eða sektarkennd. Leyfið börnunum að tjá tilfinningar sínar og koma með eigin reynslusögur. Gefið sorginni tíma.

· Þegar frá líður þarf að muna eftir dagsetningunni.

· Mikilvægt er að umsjónarkennari fái stuðning og hjálp frá stjórnendum, samstarfsfólki og geti leitað til

· Skólastjórnendur, umsjónarkennari og þeir sem tengst hafa barninu verða við jarðarförina.

Andlát í skóla

· Eigi andlát sér stað á skólatíma þarf að kalla til lögreglu, lækni og prest sem sjá um að aðstandendur fái réttar fréttir um málið áður en fjölmiðlar fjall um það. Skólastjóri eða staðgengill hans eru einu tengiliðir við fjölmiðla.

· Skólastjóri og áfallaráð tilkynna starfsfólki um andlátið.

· Áfallaráð skipuleggur samverustundir fyrir allt starfsfólk

· Áfallaráð ákveður hvernig tilkynna skuli nemendum um andlátið.

· Ef umsjónarkennari fellur frá, þá tilkynna skólastjóri og sóknarprestur nemendum um andlátið.

Viðbrögð við áföllum tengd aðstandendum nemenda

Alvarleg veikindi nánustu aðstandenda nemanda

· Skólastjórnendur eða umsjónarkennari fær staðfestingu á veikindunum hjá forráðamanni nemandans.

· Upplýsingum komið til umsjónarkennara auk annarra sem málið varða.

· Nemendaverndarráð fundar um málið og ákveður í samráði við forráðamenn hvernig unnið skuli að málinu.

Alvarleg slys nánustu aðstandenda nemanda

· Skólastjórnendur eða umsjónarkennari fá staðfestingu á slysinu hjá forráðamanni nemandans.

· Upplýsingum komið til umsjónarkennara auk annarra sem málið varðar.

· Áfallaráð fundar um málið og ákveður í samráði við forráðamenn hvernig unnið skuli að málinu.

· Aðilar úr áfallaráði aðstoða umsjónarkennara við að undirbúa bekkinn undir það hvernig bekkurinn tekur á móti nemandanum þegar hann kemur aftur í skólann. Það auðveldar nemandanum endurkomuna.

Andlát nánustu aðstandenda nemanda (foreldri/systkin og e.t.v. annar náinn ættingi sem býr á heimilinu)

· Skólastjóri aflar staðfestra upplýsinga um atburðinn.

· Umsjónarkennara nemandans tilkynnt um dauðsfallið.

· Hringt í forráðamann allra nemenda í bekknum áður en nemendur fara heim

· Áfallaráð kallað saman (auk prests) þar sem ákveðin eru fyrstu viðbrögð skólans.

· Skólastjóri ásamt presti og umsjónarkennara koma upplýsingunum til skólafélaga nemandans.

· Starfsfólki skólans er tilkynnt um atburðinn.

· Umsjónarkennari stjórnar áframhaldandi vinnu í árganginum. Getur hann þó hvenær sem er leitað aðstoðar aðila úr áfallaráði.

· Árgangurinn útbýr samúðarkveðju.

· Umsjónarkennari og skólastjórnandi heimskækir fjölskyld og fer með samúðarkveðju frá bekkjarfulltrúum, og gjöf (táknræn) til nemenda frá skólanum.

· Áfallráð tryggir að fulltrúar frá skólanum (skólastjórnandi og umsjónakennari verði viðstaddir jarðaförina í samráði við ættingja.

· Aðilar úr áfallaráði aðstoða umsjónarkennara við að undirbúa árganginn undir það hvernig þau taka á móti nemandanum þegar hann kemur aftur í skólann. Það auðveldar nemandanum endurkomuna.

Viðbrögð við áföllum tengd starfsfólki skólans
Alvarleg veikindi / slys starfsmanns skólans

· Skólastjóri/áfallaráð ákveður í samráði við viðkomandi starfsmann hvernig tilkynna skuli starfsfóli um veikindin/slysið

· Skólastjóri/áfallaráð ákveður í samráði við viðkomandi starfsmann hvernig tilkynna skuli nemendum um veikindin/slysið

Andlát starfsmanns

· Skólastjóri leitar staðfestra upplýsinga um andlátið. Skólastjóri upplýsir allt starfsfólk skólans um andlátið.

· Ritari skólans sér um að tilkynna þeim sem fjarri eru. Gæta þarf að náin skyldmenni hins látna, sem eru við nám eða störf við skólann fái fregnina sérstaklega, ekki yfir hópinn.

· Áfallaráð fundar um hvernig tilkynna eigi nemendum andlátið.

· Ef umsjónarkennari fellur frá tilkynnir skólastjóri ásamt aðila úr áfallaráði nemendum andlátið. Hringt í forráðamann allra nemenda í bekknum áður en nemendur fara heim.

· Áfallaráð tekur ákvörðun um hvernig upplýsingum skuli komið til forráðamanna nemenda.

· Aðilar úr áfallaráði veita nemendum stuðning og vinna með nemendahópinn næstu daga.

· Skólastjóri fer heim til nánustu aðstandenda starfsmanns.

· Skólinn sendir samúðarkveðju til nánustu aðstandenda.

Andlát maka/barns starfsmanns

· Skólastjóri leitar staðfestra upplýsinga um andlát og upplýsir allt starfsfólk skólans um andlátið.

· Ritari skólans sér um að tilkynna þeim sem fjarri eru. Gæta þarf að náin skyldmenni hins látna, sem eru við nám eða störf við skólann fái fregnina sérstaklega, ekki yfir hópinn.

· Ef maki/barn starfsmanns fellur frá tilkynnir skólastjóri ásamt aðila úr áfallaráði árgangi/deild andlátið.

· Áfallaráð tekur ákvörðun um hvernig upplýsingum skuli komið til forráðamanna nemenda.Aðilar úr áfallaráði veita stuðning í árgangi og vinna með hópinn næstu daga.

· Skólastjóri fer heim til nánustu aðstandenda starfsmanns.

· Skólinn sendir samúðarkveðju til nánustu aðstandenda.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is