Íþróttir og sund í Skarðshlíðarskóla

Íþróttakennsla fer fram í íþróttasal Skarðshlíðarskóla.
Sundkennslan fer fram í Ásvallalaug.

Reglur í íþróttum og sundi


  •  Nemendur komi með íþróttaföt til skiptanna þ.e. íþróttabuxur, bol (fimleikabol) og íþróttaskó. Nemendur í 1. bekk mega vera berfætt í íþróttatímum.
  •  Ef nemandi getur ekki tekið þátt í íþróttatíma mætir hann samt og horfir á tímann.
  • Nemendur mæti í sundtíma með sundföt, sundbol eða sundbuxur, sundgleraugu og handklæði. Bikíní/stuttbuxur eru ekki leyfileg í sundtímum.
  • Ef nemandi getur ekki tekið þátt í sundi, verður hann eftir í skólanum. Nemandi í 1. -7. bekk mætir þá á skrifstofu skólans og tilkynnir sig þar.


Ef nemandi getur ekki tekið þátt í íþrótta- eða sundtíma af einhverjum orsökum þarf foreldri/forráðamaður að tilkynna leyfi/veikindi:

- inn á Mentor

- með því að hringja á skrifstofu skólans í síma 5277300

- með því að senda tölvupóst á skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is

Leyfi skal tilkynna áður en tími hefst.

Minnum foreldra á að kynna sér vel REGLUR UM ÁSTUNDUN Í GRUNNSKÓLUM HAFNARFJARÐAR á heimasíðu skólans

 

 

 

 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is