Áfallaáætlun

Í hverjum skóla þarf að vera til áætlun um viðbrögð ef upp koma slys í nemenda- eða starfsmannahópnum

Mikilvægt er að starfsmenn séu vel undir það búnir að takast á við erfiðleika sem fylgja hinum ýmsu áföllum. Nauðsynlegt er að samkomulag og skýr vitneskja sé um hvernig bregðast skuli við áföllum. Í skólanum er starfandi áfallateymi. Hlutverk þess er að gera vinnuáætlun svo bregðast megi fumlaust og ákveðið við þegar áföll hafa orðið. Taka þarf tillit til aðstæðna hverju sinni þegar viðbrögð við áföllum eru ákveðin. Áfallaáæltun skal nýta sem gátlista þegar skipuleggja þarf áfallahjálp meðal nemenda og starfsfólks skólans.

Áfallateymi grunnskólans í Skarðshlíð er skipað af:

1.       Skólastjóra

2.       Aðstoðarskólastjóra

3.       Sálfræðingi

4.       Umsjónarkennara viðkomandi nemenda

Hægt er að kalla aðra aðila til eftir þörfum t.d. skólaritara, hjúkrunarfræðing eða prest.

Í upphafi skólaárs fundar áfallaráð og fer yfir hvort breytingar hafi orðið á aðstæðum nemenda eða starfsfólks vegna alvarlegra slysa, veikinda, dauðsfalla eða annarra áfalla. Ráðið fundar einu sinni á önn, ef áfall verður er fundað eins fljótt og auðið er. Skólastjóri eða staðgengill kallar saman ráðið. Áfallaráð skal sjá til þess að starfsfólk fái kynningu á því hvernig bregðast skuli við áföllum. Það skal jafnfram sjá til þess að starfsfólk fái þann stuðning og þá aðstoð sem þörf er á.

Þegar vitneskja hefur borist um mál sem fellur undir áfallaáæltun skólans fundar áfallateymið eins fljótt og auðið er og tekur ákvörðun um næstu skref.

Allar aðgerðir skólans þarf að bera undir viðkomandi forráðamenn til samþykkis og þeir þurfa að vera með í ráðum frá upphafi.

Áfallaáætlun - febrúar 2022


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is