Útikennsla í stærðfræði í 4. Bekk

4. bekkur er að læra um flatarmál og ummál. Við merktum einn fermetra á gólfið í kennslustofunni og fundum út að 16 nemendur geta staðið inn í honum. Að því loknu fóru nemendur út og fundu ummál og flatarmál ýmissa hluta úti á skólalóðinni, eins og rörið í kastalanum, flatarmál hellna á körfuboltavellinum og lengd fótboltavallarins í „hænufetum“


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is