Undirbúningur Litlu upplestrarkeppninnar
Undirbúningur Litlu upplestrarkeppninnar hefst árlega á degi
íslenskrar tungu, 16. nóvember. Allir nemendur 4. bekkjar taka þátt í
keppninni. Markmiðið er að auka lestrarfærni og bæta upplestur þannig að allir
nemendur keppist við að verða betri í dag en í gær. Verkefnið stendur fram í
apríl. Það voru áhugasamir nemendur sem komu í hátíðarsalinn og hlustuðu á
kynningu á Litlu upplestrarkeppninni.