UDL námskeið

Í síðustu viku sátu þrír stjórnendur Skarðshlíðarskóla, tveir kennarar og stjórnandi í Lækjarskóla og sérkennslustjóra Hafnarfjarðarbæjar tveggja daga námskeið um UDL, Universal Design for Learning, eða altæk hönnun náms. Námskeiðið var á vegum CAST sem eru samtök sem stofnuð voru 1984, staðsett í Boston. Markmið CAST er að breyta menntun þannig að ekkert geti hindrað nám nemenda, hindranir eru greindar og þeim ýtt úr vegi. Síðastliðið vor sátu fjórir stjórnendur úr þessum sömu skólum námskeiðið.

Námskeiðið var mjög lærdómsríkt. Þátttakendur lærðu um starfsemi heilans og það hvað einstaklingar læra og tileinka sér hluti á fjölbreyttan hátt. Þeir lærðu um hagnýtar aðferðir til að koma til móts við alla nemendur, að greina og fella niður hindranir í umhverfinu og að leggja áherslu á að finna styrkleika nemenda til að vinna með.

Skarðshlíðarskóli og Lækjarskóli eru að vinna saman að innleiðingu UDL. Gera má ráð fyrir að innleiðing taki 5-7 ár. Skólarnir eru í startholunum. Stjórnendur beggja skóla sátu saman tveggja daga vinnustofu í Hveragerði í ágúst og allt starfsfólk hefur setið kynningarfyrirlestur um verkefnið. Nú eru skólarnir að lesa sig til, búa til teymi, sá UDL fræjum og finna ljósbera sem svo smita verkefnið út í starfsmannahópinn, nemendahópinn og foreldrasamfélagið. Stelpurnar


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is