Töfranámskeið fyrir nemendur í Skarðshlíðarskóla

Töframaðurinn Jón Víðis ætlar að vera með töfranámskeið á miðvikudögum í mai - 5., 12., 19. og 26. maí.Jon-V

Námskeiðin eru tvö, fyrir yngri 1-2 bekk kl. 13:30 (hámark 12) og eldri 3-7 bekk kl. 14:40 (hámark 16)

Á námskeiðinu mun hann kenna auðveld og erfið töfrabrögð, stór og lítil, í samræmi við aldur og getu þátttakenda í hverjum hóp. Meðal annars hvering á að breyta blaði í pening, láta hluti birtast og hverfa, o.fl. Jón Víðis segist bara gera skemmtileg töfrabrögð því hin eru svo leiðinleg.

Jón Víðis Jakobsson, hefur verið starfandi töframaður í yfir 20 ár, haldið námskeið í töfrabrögðum og gefið út Töfrabragðabók. Hann hefur unnið með börnum í fjölmörg ár bæði hjá ÍTR og CISV, haldið leikjanámskeið og töfrabragðanámskeið á vegum ÍTR, Námsflokka Hafnarfjarðar og fleiri.

Verð námskeiðs 6.000 kr. (4 skipti)JV2

Frekari upplýsingar og skráning: http://tofrar.is/services/tofranamskeid-skoli/


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is