Þemadagar í Skarðshlíðarskóla 2022

Þemavika hefst í þessari viku í Skarðshlíðarskóla. Að þessu sinni verða þrjú mismunandi þemu. Yngri deildin ætlarDownload að vinna með sjónræningja, miðdeildin skoðar Eurovision frá mörgum hliðum og nemendur í unglingadeild taka fyrir umhverfisvitund með áherslu á góðgerðarmál. Þó viðfangsefnin séu ólík er ljóst að það verður gleði og sköpun í gangi.

Unglingadeildin byrjar þemavikuna á mánudaginn, Hefðbundin stundatafla verður lögð til hliðar og nemendur fara ekki í sund og íþróttir. Allir byrja kl. 8:10 og verða búnir í skólanum kl. 13:10.

Yngri- og miðdeild byrja með sína þemaviku á þriðjudaginn. Á mánudaginn eru venjulegur skóladagur. Hefðbundin stundatafla verður lögð til hliðar, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Þá daga fara nemendur ekki í sund og íþróttir. Allir byrja kl. 8:10 og verða búnir í skólanum kl. 13:10.

Nemendur þurfa ekki að vera með skólatösku, nóg að vera með t.d. íþróttapoka fyrir nesti.

Ávaxtaáskriftin er eins og venjulega en þar sem nemendur eru dreifðir um allan skólann munum við vera með 2 – 3 stöðvar þar sem nemendur koma og ná sér í ávexti.

Loksins getum við svo haft opið hús. Það verður föstudaginn 8. apríl. Þann dag verðum við sýningu af afrakstri vikunnar fyrir foreldra, ömmur og afa og aðra áhugasama sem opnar kl. 9:00 og stendur til klukkan 11:00. Það er von okkar að sem flestir geti náð að kíkja aðeins við. Nemendur mæta með foreldrum sínum á sýninguna en að öðru leyti er ekki skóli þann dag. Ekki verður boðið upp á hádegismat.

Frístundaheimilið Skarðssel verður opið frá kl. 8:00 -17:00 fyrir þá nemendur sem hafa skráð sig. Skráning lýkur á miðnætti þriðjudaginn 5. apríl.

Bestu kveðjur,

Stjórnendur


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is