Textílmennt-Smiðjur

Nemendur í 5. og 6. bekk eru að klára fyrstu smiðjuna sína og hafa nemendur í textílmennt verið að hanna og sauma sína eigin fígúru. Í ferlinu sem nær frá hugmynd að tilbúinni fígúru, æfðu þau meðal annars að festa tölu og sauma nokkur útsaumsspor sem þau notuðu til að skreyta fígúruna sína. Einnig lærðu þau eða rifjuðu upp hvernig á þræða saumavélina og sauma með henni.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is