Syndum landsátak í sundi

  • Sundatak

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) í samstarfi við Sundsamband Íslands (SSÍ) standa fyrir landsátaki í sundi frá 1. -30. nóvember 2023. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi með því að synda, en í ár er kastljósið sett á skólasund og tengd við Ólympíuleikana í París 2024. ÍSÍ og SSÍ munu tileinka vikuna 20.-24. nóvember í átakinu Ólympíusundi og hvetja börn á grunnskólaaldri til að synda (táknrænt) til Parísar sem eru 2.246km.

Nemendur okkar frá 2.-5. bekk eru búin að synda 32,8 km samtals í vikunni og við höldum áfram að telja :-)

Í vikunni 20. - 24. nóvember fá Laugardalslaug, Ásvallalaug og Sundlaug Kópavogs heimsókn frá Antoni Sveini McKee afreksmanni í sundi og Ólympíufara sem spjallar við grunnskólanemendur í skólasundi og sýnir þeim nokkur góð "sundtrix". Anton Sveinn er búinn að tryggja sig inn á sína fjórðu leika í París. Með þessu vilja ÍSÍ og SSÍ brydda uppá nýjung í átakinu og á sama tíma hvetja grunnskóla til að taka þátt. Þannig geta nemendur nýtt þá metra sem þeir synda í skólasundi, hjálpast að við að synda til Parísar.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á www.syndum.is

Sjáumst í sundi :-)
Áfram Skarðshlíðarskóli!Sundatak


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is