Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Víðistaðakirkju þann 23. mars. Skarðshlíðarskóli átti tvo fulltrúa í keppninni, Arnór Yngvason og Anítu Guðrúnu Andradóttur. Þau stóðu sig með prýði og voru sér og skólanum til sóma. 4. bekkur flutti ljóð á hátíðinni eftir Þórarinn Eldjárn og Elísa Kristín Böðvarsdóttir í 9.bekk hlaut 3.sætið í smásagnakeppninni fyrir söguna Flateyri. Keppnin í ár átti 25 ára afmæli og var með glæsilegasta móti. Forseti Íslands Guðni Th Jóhannesson, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Bergrún Íris Sævarsdóttir skáld keppninnar og bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar 2020 fluttu ávörp og veittu viðurkenningar.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is