Stóra upplestrarkeppnin

Nemendur í 7.bekk hófu æfingar fyrir Stóru upplestrarkeppnina á degi Íslenskrar tungu í nóvember. Mánudaginn 8.febrúar voru haldnar tvær keppnir innan skólans þar sem 10 bestu lesarar árgangsins voru valdir. Föstudaginn 12. febrúar var skólakeppnin haldin, þar voru valdir tveir nemendur, þau Aníta Guðrún og Arnór sem keppa fyrir hönd skólans í lokakeppninni sem verður í Víðistaðakirkju í mars. Darri var valinn varamaður. Við óskum þeim til hamingju með frábæran árangur. Upplestur21Upplestur21a


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is