Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk er árlegt samvinnuverkefni allra grunnskóla á landinu og Radda, samtaka um vandaðan upplestur. Í þessu verkefni fá allir nemendur markvissa þjálfun í upplestri og framkomu. Keppnin hefst formlega á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og lýkur svo með lokahátíð í mars. Þriðjudaginn 25. febrúar var keppnin haldin í fyrsta skipti hjá okkur í Skarðshlíðarskóla. Nemendur í 7.bekk lásu texta upp úr bókinni Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgadóttir, sjálfvalið ljóð og ljóð eftir Anton Helga Jónsson. Allir stóðu sig með stakri prýði og höfðu greinilega fengið góða þjálfun hjá kennaranum sínum.

Þeir nemendur sem voru valdir til að keppa á lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar sem fram fer í Hafnarborg 17. mars nk. eru: Adam Leó Tómasson og Rut Sigurðardóttir, til vara er Helga Sigurlaug Helgadóttir. 20200225_13224420200225_13233720200225_131843


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is