Stöðvavinna í 3. bekk

Í þessari viku eru nemendur búnir að vera í stöðvavinnu sem skiptist í 6 stærðfræðistöðvar og 3 íslenskustöðvar. Á stærðfræðistöðvunum var m.a. búðarleikur, bankaleikur, margföldunarleikur, finna hundruð, tugi og einingar. Á íslenskustöðvunum átti m.a. að flokka orð í sagnorð, nafnorð og lýsingarorð. Einnig áttu nemendur að finna hvað íslensk orðtök merkja og rétt mál, að lokum áttu nemendur að skrifa rétta merkingu og rétt mál á glugga kennslustofunnar með töflutússum. Allir unnu mjög vel og voru áhugasamir.



Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is