Skólapúls

Nemendakönnun Skólapúlsins er lögð fyrir úrtak nemenda í 6. - 10. bekk tvisvar á hverju skólaári. Fjöldi þátttakenda var 98 og svarhlutfallið er 89,8. Könnunin er rafræn og er lögð fyrir í skólanum.

Foreldrakönnun Skólapúlsins er lögð fyrir úrtak foreldra á báðum skólastigum annað hvert skólaár. Könnunin í ár fór fram í febrúar, þátttakendur voru 120 og var svarhlutfall 75%. Við þökkum öllum þeim aðstandendum sem tóku þátt að þessu sinni

Starfsmannakönnun Skólapúlsins er lögð fyrir allt starfsfólk annað hvert skólaár.

Allar þessar kannanir eru mikilvægur liður í því að rýna, styrkja og efla skólastarfið. Starfsfólk skólans greinir niðurstöðurnar og gerir umbætur þar sem þörf er á auk þess að styrkja það sem gengur vel.

Sjá niðurstöður Skólapúls hér


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is