Skarðshlíðarleikarnir
Hinu árlegu Skarðshlíðarleikar voru haldnir í síðustu viku.
Skarðhlíðarleikarnir eru fjölgreindaleikar þar sem ýmis verkefni eru unnin út frá átta mismunandi greindum. Þau reyna einnig á samvinnu, vináttu og þrautseigju.
En leikarnir eru einmitt í svokallaðri vinaviku og markmiðið því einnig að efla vináttu nemenda innan skólans.
Öllum nemendum skólans er skipt í minni hópa. Í hverjum hóp er 1-2 úr hverjum árgangi. Nemendur í 9. og10.bekk eru skipaðir hópstjórar og halda utan um sinn hóp.
Margt var brallað og fóru nemendur á alls 29 stöðvar. Það voru stöðvar með Twister, Just Dance, Pictionary, Hvar er Valli, Vinaband með tvíundakerfinu, piparkökuskreytingar og hljóðfærakeppni í Kahoot svo eitthvað sé nefnt.
Nemendurnir voru jákvæðir, duglegir og stóðu sig frábærlega.