Orðaveggir

Við í læsisteymi Skarðshlíðarskóla höfum verið að setja upp orðaveggi í vetur á göngum skólans.

Við í læsisteymi Skarðshlíðarskóla höfum verið að setja upp orðaveggi í vetur á göngum skólans. Í hverjum mánuði eru sett upp orð/orðatiltæki og jafnvel smá fróðleikur um ákveðið orðaþema. Í september settum við upp orð tengd skólanum, í október var lögð áhersla á orð tengd fjölskyldunni, tilfinningum og hrekkjavöku, í nóvember voru það orð tengd líkama og fatnaði og svo í desember voru orð tengd jólunum og íslenskum jólahefðum. Í janúar tókum við fyrir mat og drykki, nú í febrúar erum við með orð tengd híbýlum og farartækjum, mars verður tileinkaður páskunum og með vorinu í apríl og maí leggjum við áherslu á orð tengd dýrum og vorinu og svo leikföngum/leikjum og sumrinu. Einnig höfuð við sett upp gagnvirka orðaveggi þar sem nemendur geta spreytt sig á verkefnum sem eru tengd þeim orðaforða sem unnið er með hverju sinni. Með þessum orðaveggjum er von okkar sú að nemendur geti nýtt sér myndirnar og orðin til að auka orðaforða sinn og að kennarar geti svo jafnvel kafað dýpra í hvern orðaflokk í kennslunni og unnið með hugtökin á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt. Að sjálfsögðu væri það stórkostlegt ef heimilin gætu einnig tekið virkan þátt í þessari vinnu með okkur því þannig næst besti árangurinn. Með kveðju læsisteymið.