Öðruvísi jóladagatal

Nemendur í 5.-7. bekk söfnuðu 73.905 krónum

Nemendur í 5.-7. bekk í Skarðshlíðarskóla opnuðu Öðruvísi jóladagatal SOS barnaþorpa í desember. Á hverjum degi opnuðu þau nýjan glugga og ferðuðust um heiminn og fengu að kynnast börnum sem búa í SOS barnaþorpum. Farið var til Rússlands, Kenía, Lettlands, Líberíu og fleiri staða. Með hverju myndbandi fylgdu nokkrir umræðupunktar.

Auk fræðslunnar er dagatalið öðruvísi að því leytinu til að í stað þess að fá litla gjöf eða súkkulaðimola að launum eru börnin hvött til að vinna létt verkefni heima við, t.d. vaska upp, moka snjó, þurrka af og fá smá aur að launum. Nemendur okkar söfnuðu 73.905 krónum sem rennur til barnaþorpanna í Tógó sem berst gegn ofbeldi og kynferðislegri misneytingu á börnum.

Sos


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is