Nemendur í 1. bekk læra forritun

Hluti af nemendum í 1. bekk fengu kennslu í dag í forritun á Blue-bot bjöllum, seinni hópurinn fær sömu fræðslu á föstudaginn. Með bjöllunum er hægt að læra forritun á einfaldan og lærdómsríkan hátt. Þær eru litlir róbótar sem henta vel nemendum á yngsta stigi og eru góðar til að þjálfa grunnhugtök forritunar. Hægt er að forrita Blue-bot bjölluna bæði með því að ýta á takkana ofan á róbótanum og með spjaldtölvu. Forritunin getur því bæði verið með eða án skjás. Í dag lærðu þau forritun án skjás. Allir voru mjög áhugasamir og stóðu sig vel eins og myndirnar sýna.263542075_304984031490904_7045210698036507105_n263828308_213984774127600_8906271999701448876_n263599409_331217385162330_2451882523907451979_n263599803_333845598186787_8249477558065387448_n263678929_1325918357841201_5650709581977224676_n263659289_431320381996280_6117342756346600142_n263534945_3009040855977440_4769757789129281397_n263590088_593336935289929_7948683075711881305_n263546605_592641332020661_7871122837955198313_n


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is