Lestrarkeppni grunnskóla hefst 18. janúar

Þann 18. janúar fer af stað önnur Lestrarkeppni grunnskóla þar sem keppt er um fjölda setninga sem nemendur lesa inn á síðunni samrómur.is. Forseti Íslands mun setja keppnina formlega klukkan 15:00 í Fellaskóla, streymt verður beint á Facebook-síðu Samróms. Keppnin stendur yfir í viku og lýkur á miðnætti þann 25. janúar.

Keppnin er til þess að hvetja ungt fólk til þátttöku í verkefninu Samrómur sem snýr að því að safna upptökum af lestri sem notaðar verða til að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku. Hægt er að lesa meira á síðu Samróms.

Til þess að taka þátt fara nemendurnir á vefinn, biðja um leyfi foreldris/forráðamanns (hafi það ekki þegar verið gert), velja sinn skóla og lesa svo inn setningar sem birtast á vefnum. Staða keppninnar er birt jafnóðum í stigatöflu sem er aðgengileg inni á síðunni.

Allir geta tekið þátt og eru foreldrar/forráðamenn og starfsmenn hvattir til þess að taka virkan þátt í keppninni.

Áfram Skarðshlíðarskóli !!!


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is