Í vikulok

Tíminn flýgur áfram og komin helgi. Þessi vika hefur gengið mjög vel bæði nemendur og starfsfólk eru að leggja sig fram. Ekki má gleyma ykkur forráðamönnum sem eru að aðstoða börn ykkar heima. Það er gaman að sjá hvað nemendur eru hugmyndaríkir í heimanáminu og duglegir að skila því til kennara. Við höfum heyrt í þó nokkrum foreldrum þar sem þeir líta á heimanámið sem tækifæri til að kynnast námi barna sinna betur. En auðvitað eru aðstæður misjafnar hjá okkur öllum og þó að sumir hafi núna meira tíma heima þá eru aðrir sem hafa minna. Einnig er það þannig að sumir vilja meira heimanám á meðan aðrir vilja minna. Við gerum öll okkar besta og hjálpumst að.

Við erum búin búa til nýjan flipa á heimasíðu skólans, sem heitir heimskóli. Þar erum við að safna ýmsum tenglum inn á ýmsar slóðir með námsefni af ýmsu tagi. Foreldrar og nemendur geta nýtt sér ef þetta af vild. 

Eftir helgi heldur sama skipulag áfram og við hér í skólanum höfum það að leiðarljósi að taka einn dag í einu.

Þó nokkuð er orðið um veikindi og leyfi en ekki allt tengt veirunni. Það væri frábært ef allir gætu tilkynnt leyfi – veikindi í gegnum Mentor fyrir klukkan 8:00 það myndi hjálpa okkur mikið.

Við minnum á að ef eitthvað er óljósti að hafa samband við okkur í síma eða tölvupósti á skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is.

Skólinn er með facebooksíðu: Skarðshlíðarskóli og biðjum við ykkur um að líka við hana. Við reynum að setja þar inn allar fréttir sem birtast á heimasíðunni okkar. Fylgist vel með þar og á heimsíðunni okkar. Við ætlum að reyna að minnka aðeins tölvupóstsendingar á næstunni en vera þess duglegri að nota heimasíðuna.

Eftir þessa viku er þakklæti okkur ofarlega í huga. Skipulagið hefur gengið vel þar sem bæði nemendur og starfsfólk er á sínum svæðum og veit hvað það á að gera.

Enginn veit hvað næst vika ber í skauti sér en segja má að einkunnarorð Skarðshlíðarskóla eigi vel við núna: samvinna, vinátta, þrautseigja.

Það eru allir í skólasamfélaginu búnir að sýna þessa viku.

Njótið helgarinnar.

Stjórnendur


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is