Hönnunarkeppnin Stíll

Laugardaginn 27.janúar var haldin hönnunarkeppnin Stíll á vegum Samfés í íþróttahúsinu Digranesi. Félagsmiðstöðin Skarið átti tvö lið í keppninni en þetta er í fyrsta skipti sem við sendum lið í keppnina. Bæði liðin voru í Stíl áfanga hjá Guðlaugu textílkennara fyrir jól og fengu þar mikla hvatningu eins og frá félagsmiðstöðinni Skarðinu. Bæði liðin stóðu sig með prýði og erum við stolt að hafa átt svona flotta fulltrúa í keppninni. Annað liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina, innilega til hamingju stelpur! Myndin er að sigurvegurunum þeim Kolbrúnu, Þórdísi, Anítu og Nicole.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is