Hafnfirska upplestrarkeppnin var haldin í 7. bekk föstudaginn 11. mars

Frá því að verkefnið var formlega sett af stað í Skarðshlíðarskóla á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember hafa nemendur verið að æfa sig í að lesa upphátt texta og ljóð og einnig í því að standa í ræðupúlti og flytja texta til áheyrenda.

Allir nemendur stóðu sig með mikilli prýði og sigruðu sjálfan sig. Það hafa orðið miklar framfarir á upplestri hjá nemendum frá upphafi verkefnisins.

Tveir nemendur voru valdir úr hópnum til að taka þátt í lokakeppninni sem fram fer í Víðistaðakirkju þann 22. mars. Þeir eru Anna Lára Magnadóttir Owen og Jóhanna Dýrleif Guðjónsdóttir. Varamaður er Birta Rós Árnadóttir.

IMG_1538

IMG_1529IMG_1496IMG_1511IMG_1519IMG_1526IMG_1522IMG_1527IMG_1520IMG_1525IMG_1521IMG_1523IMG_1518

 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is