Frístundaheimilið Skarðssel

Það verða breytingar á Skarðsseli eins og við er að búast á þessum tíma. Við erum með opið til kl:17 eins og alltaf en við erum búin að skipta Skarðsseli í fjögur hólf og eru þetta sömu hólf og eru á skólatíma. Það eru fastir starfsmenn í hverju hólfi og mega þeir alls ekki fara á milli hólfa, börnin mega heldur ekki fara á milli hólfa. 

Í Skarðsseli er hvert hólf með sérstakan útiverutíma og má það hólf bara vera í útiveru á þeim tíma. Þau fá síðdegishressingu sem þau borða inni í skólastofunni, gott væri að hvert barn væri með sinn vatnsbrúsa/glas.

1.bekkur – notar Skarðssels innganginn og verður í sinni skólastofu og inn í Skarðsseli þegar Skarðssel er.

2.bekkur – notar innganginn sem hann fer inn um á morgnana og verður í sinni skólastofu þegar Skarðssel er.

3.bekkur – notar Skarðssels innganginn og verður í sinni skólastofu þegar Skarðssel er.

4.bekkur – notar innganginn sem hann fer inn um á morgnana og verður í sinni skólastofu þegar Skarðssel er

Fjóla verður á efri hæð skólans og má ekki fara inn í stofurnar, en svarar síma og tölvupósti.

Ef þið þurfið að ná í starfsmenn Skarðssels eða láta senda börn út þá hringið þið í síma 527-7309, þar svarar starfsmaður sem sér um 1.bekk og hann kemur svo skilaboðum áleiðis til starfsmanna í öðru hólfi.



Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is