Fréttir úr Mið Skarði

  • Numicon1

Skíðabrekkan getur vafist fyrir mörgum og er því mikilvægt að beita fjölbreyttri nálgun að sömu niðurstöðum. Í Mið skarði eru nemendur að æfa sig í skíðabrekkunni með notkun numicon forma. Formin tákna tölustafina og máta nemendur hversu oft viðkomandi tölustafur gengur upp í / passar inn í hverja tölu fyrir sig. Í stað þess að vinna sig niður með frádrætti flytja þau afganginn aftur um eitt sæti og bæta við þann tölustaf.

Numicon4Numicon3Numicon2Ekki skemmir svo fyrir að borðin séu plöstuð og hægt að skrifa svörin beint á borðin með töflutúss og stroka út af dæmi loknu. 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is