Fréttir af nemendum í 1.bekk

Það er alltaf nóg að gera hjá okkur í 1. bekk.
Í hverri viku lærum við nýjan staf. Við erum búin að læra 9 stafi og nokkrar orðmyndir. Við vinnum fjölbreytt lestrartengd verkefni sem mörg hver tengjast stafnum þá vikuna.
Við vinnum oft í hringekju. Þá getum við unnið í litlum hópum, nýtt okkur tæknina, spilað, föndrað og gert alls konar skemmtileg verkefni. Stundum vinnum við með numicon kubba sem hjálpa okkur að skilja stærðfræðina betur. Þeir eru skemmtilegir.
Við erum dugleg að fara míluna, við fórum líka upp á Ásfjall einn daginn. Þá stóðum við okkur gríðarlega vel.
Við skemmtum okkur sérstaklega vel í kringum Hrekkjavökuna. Við föndruðum og svo máttum við koma í búningum og dansa í fiðrildaveislu. Það var mikið stuð.

20210902_10492320211008_10345020211103_08250620211103_08245920211103_08252320211103_08252120211103_082444


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is