Frétt frá 7. bekk

7. bekkur æfir þessa dagana fyrir hina árlegu upplestrarkeppni. Nemendur æfa sig að lesa texta og fara með ljóð. Nemendur hafa verið að læra hvernig er best að standa í ræðupúlti, hvar á að hafa hendurnar á meðan lesið er, hvernig röddinni er beitt, hvernig sambandi er náð við áheyrendur og fleira og fleira sem þarf að hafa í huga þegar lesið er upphátt fyrir aðra. Frábær æfing í tjáningu og framkomu.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is