Drekalestri 2023 lauk í dag 28. apríl

      Lestrarátaki Skarðshlíðarskóla þetta vorið lauk í dag en hann var líkt og áður hefur komið fram drekalestur. Nemendur voru gríðarlega duglegir að lesa og náði drekinn hringinn í kringum skólann með viðkomu á öllum stigum skólans og í hádeginu í dag, föstudag beit hann svo í halann á sér! Því var fagnað með bíómynd og poppi í öllum árgöngum í dag. Sandra, safnstjóri skólasafns, þakkar öllum nemendum, kennurum og öðru starfsfólki kærlega fyrir að taka svona vel í þetta og hvetur alla til að vera duglega að lesa áfram, bæði börn og fullorðna.

Myndband af drekanum eins og hann leit út þegar drekalesturinn kláraðist í dag er að finna hér: https://www.youtube.com/watch?v=dhJ3Q-fsAi0


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is