Dagur íslenskrar tungu hjá nemendum 1.bekk

Dagur íslenskrar tungu var haldin hátíðlegur hjá okkur í 1.bekk. Við tileinkuðum deginum Jónasi Hallgrímssyni og unnum ýmis fjölbreytt verkefni tengd honum. Meðal verkefna dagsins voru nýyrði eftir Jónas Hallgrímsson sem eru enn í mikilli notkun í dag. Við skoðuðum orðin og notuðum ipad til að finna mynd af orðinu ef við vorum ekki alveg viss um merkingu þess. Allir drógu eitt orð sem þau rituðu á renning og teiknuðu svo mynd af hlutnum. Einnig skoðuðum við orð sem okkur þykir vænt um, teiknuðum sjálfsmynd og rituðum orðin á tunguna okkar. Við rýndum svo í textann Álfareið eftir Jónas Hallgrímsson og bjuggum til mynd út frá textanum. Að lokum var æfður dans út frá laginu sem Ana íþróttakennari samdi sérstaklega fyrir börnin.

Hér má sjá myndir af verkefnum dagsins og myndband af dansinum hjá snillingunum okkar.

https://www.youtube.com/watch?v=W2oiCao5Cts&feature=youtu.be

Bestu kveðjur frá 1.bekk.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is