Bókagjafir

  • Baekur

Á fyrsta starfsári skólans myndaðist sú hefð að starfsfólk skólans keypti bók og gaf skólanum ef þau fóru erlendis. Margir nemendur voru einnig farnir að gefa skólanum bók ef þeir fóru erlendis. Skólinn á orðið bækur á mörgum tungumálum og tvær nýjar bættust við núna í vikunni. Síðustu tvö ár hafa utanlandsferðir að mestu legið niðri en okkur langar að endurvekja þessa hefð því við erum með nemendur frá mörgum löndum sem finnst gaman að geta lesið bók á sínu tungumáli.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is