3.bekkur

Í dag fimmtudaginn, 4. júní var síðasta fiðrildaveisla skólaársins hjá 3. bekk. Við gengum á Ásfjallið okkar í blíðskaparveðri og tókum meðfylgjandi mynd af öllum hópnum og umsjónarkennurum við það tækifæri. Við veifuðum íslenska fánanum, borðuðum heimabakaða súkkulaðiköku og drukkum safa með.

Umsjónarkennarar vilja þakka frábærum krökkum fyrir góðan vetur og þeirra forráðamönnum fyrir gott samstarf og óskum þeim góðs sumarfrís. 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is