Móttaka nýrra nemenda

Móttaka nýrra nemenda í Skarðshlíðarskóla

Í Skarðshlíðarskóla er lögð áhersla á að taka vel á móti nýjum nemendum til að þeirra fyrstu kynni af skólanum veiti þeim öryggi og vellíðan og þeim finnist þau velkomin í skólann.

Þegar nýr nemandi er skáður í skólann er honum og foreldrum hans boðið að koma í heimsókn og skoða skólann, stjórnendur taka á móti þeim og kynna skólastarfið og sýna húsnæðið.

Hlutverk skrifstofu

·         Að skrá nýja nemendur á þar til gert innritunarblað eða prenta út umsókn úr One system kerfinu. Ef nemandinn er að koma erlendis frá þarf að fylla út sér innritunarblað.

·         Upplýsa foreldra um móttökuáætlun skólans.

·         Koma innritunarblaði samdægurs til stjórnenda.

·         Skrá nemanda inn í Mentor.

·         Sendir tölvupóst á kennara og upplýsir þá um komu nemandans.

Hlutverk stjórnenda

·         Hefur samráð við umsjónarkennara í viðkomandi árgangi um í hvaða bekk viðkomandi nemandi fer.

·         Kemur skráningarblaði til ritara sem skráir viðkomandi í bekk í Mentor.

·         Finnur tíma með umsjónarkennara til að hitta foreldra og nemanda

·         Boðar foreldra og nemenda í heimsókn og sýnir þeim skólann og kynnir starfið.

·         Boðar sérkennara á fund með foreldrum ef þörf er á.

·         Upplýsir starfsfólk skóla um komu nýrra nemenda.

·         Tekur til upplýsingar og afhendir foreldrum t.d. um skólastarfið.

·         Sýnir nemendum og foreldrum skólahúsnæðið

Hlutverk umsjónarkennara

·         Tekur til gögn fyrir fund t.d. stundatöflu, skóladagatal, skiptingar í smiðjur  o.fl.

·         Hefur samband við húsvörð/skólastjórnendur ef það vantar húsgögn.

·         Kynnir nemandann fyrir bekknum og útnefnir 2 – 3 leiðsögumenn úr bekknum (helst bæði kynin). Hlutverk þeirra er að passa upp á að nýji nemandinn sé ekki einn og rati um skólann.

·         Kemdur upplýsingum til sérkennara ef þess þarf.

·         Kynnir nemandann fyrir hlutaðeigandi starfsfólki t.d. sérgreinakennurum, stuðningfulltrúum, íþróttakennurum og skólaliðum.

·         Kennari hefur samband heim að tveimur vikum liðnum og heyrir hljóðið í foreldrum, þar gefst tækifæri til að ræða líða nemandans og upplifun af skólanum.

Móttaka sex ára barna

·         Nemendur koma í skólaheimsóknir 2 yfir veturinn.

·         Nemendur eru innritaðir í skólann í mars/apríl að vori.

·         Vorskóli er fyrir nemendur í maí.

·         Haustviðtöl á skólasetningardag.

·         Námskeið fyrir foreldra í september.

·         Nemendum er raðað í námshópa eftir búsetu þó er jöfn kynjaskipting og náms og félagslegstaða einnig höfð til hliðsjónar.

 

Móttaka nemenda með sérþarfir

·         Áður en nemandi með sérþarfir kemur í skólann er haldin fundur með foreldrum hans þar sem þarfir hans eru skilgreindar.

·         Skilafundur er haldin með fyrri skóla.

·         Ef kaupa þarf búnað eða senda fólk á námskeið er það undirbúið fyrir komu barnsins.

·         Myndað er teymi sem heldur utan um mál nemandans í skólanum, teymið fundar reglulega.

 

Móttaka nemenda af erlendum uppruna

·         Ef viðkomandi er með kennitölu er hann skráður í gegnum mínar síður á vef Hafnarfjarðar ef viðkomandi er ekki með kennitölu er viðkomandi handskráður í skólann.

·         Bókað er móttökuviðtal fyrir foreldra og nemanda. Panta þarf túlk ef þess er þörf.

·         Í fyrsta viðtali er skólinn og námsumhverfið kynnt. Farið er yfir skólasögu viðkomandi og gögn sem fylgja eru metin.

·         Umsjónarkennari kemur með eftirfarandi gögn á fundinn: stundaskrá, hópaskiptingum og upplýsingum um mötuneyti og nestismál

·         Athuga þarf hvort læknisskoðun hafi farið fram þar sem nemandanum er ekki heimilt að hefja skólagöngu nema að undagenginni læknisskoðun sé hann nýkominn til landsins. Hjúkrunarfræðingur þarf að fá afrit af bólusetningarvottorði.

·         Á fundinum fylla foreldrar út eyðublað með bakgrunnsupplýsingum/öryggisupplýsingablað um nemandann (túlkur aðstoðar)

·         Umsjónarkennari undirbýr bekkinn fyrir komu nemandans

·         Stofnað er teymi um nemandann sem hittist reglulega fyrst til að byrja með til að tryggja góða aðlögun.

Eftirfarnadi þættir eru teknir fyrir í viðtalinu:

 

·         skipulag skólastarfsins og skóladagatal

·         stoðþjónusta skólans

·         stundaskrá nemandans

·         íþróttir og sund. Staðsetning, fatnaður, reglur varðandi sturtu og mætingar

·         mötuneyti og nesti

·         Mentor og hvaða upplýsingar má nálgast þar

·         skóladagatal, farið yfir þá daga sem ekki eru hefðbundnir skóladagar og ýmislegt fleira

·         símanúmer skólans, heimasíða og netföng kynnt

·         facebooksíða skólans kynnt

·         skólareglur og mætingaskylda

·         frístundaheimilið

·         ákveðið hvenær nemandinn byrjar í skólanum

·         möguleiki á undanþágu í ákveðnum fögum útskýrður

·         möguleiki á undanþágu í samræmdum prófum útskýrður

·         kynnisferð um skólann

·         samstarf heimilis og skóla


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is