Vigdís forseti

Í vikunni las 3. bekkur nýútkomna bók um merkilega konu sem dreymdi um að verða skipstjóri en endaði sem forseti.
Vigdís Finnbogadóttir var kjörinn forseti árið 1980, fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforseti í heimi.
Eftir lesturinn ræddum við bókina þar sem t.d. jafnrétti kynjanna bar á góma, skógrækt og umhverfismál.
Nemendur unnu svo verkefni tengt bókinni. 




Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is