Veikindi og leyfi eftir páskafrí

Það er afar mikilvægt fyrir skólann að vita hvort að nemendur séu veikir eða í leyfi. Fljótlega eftir að kennsla hefst þá láta kennarar ritara vita hvaða nemendur vantar. Ef ritari er ekki með upplýsingar um fjarveru þá hringir hann heim til að kanna málið. Ef um veikindi er að ræða þá geta forráðamenn skráð það sjálfir í Mentor, og þá á að skrá heilan dag. Ef nemandi er í leyfi um lengri eða skemmri tíma þá verðið þið að að senda tölvupóst á skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is. Einhverjir nemendur voru skráðir í leyfi fram að páskum. Ef um áframhaldandi leyfi er að ræða, vinsamlegast tilkynnið okkur það aftur í tölvupósit.

Einnig er hægt að hringja í síma 5277300.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is