Vegna matarmála

vegna matarmála

 Foreldrum mun berast póstur frá Skólamat, þar sem kynnt verður hvernig staðið verði að pöntunum á mat sem tekur gildi þann 1. nóvember og áfram. Allir sem ætla að kaupa matarþjónustu eftir 1. nóvember þurfa því að skrá sig á mat hjá Skólamat og eldri skráningar hjá Skólaaski falla niður á sama tíma. Það gildir bæði um almennar mataráskriftir og sérfæði. Við þessar þjónustubreytingar á fyrirtækjum verða þó engar breytingar á skipulagi eða verði á mat til nemenda öðruvísi en að nú verður Skólamatur viðskiptaaðili við foreldra í stað Skólaasks. Við væntum þess að umræddar breytingar verði foreldrum og nemendum til sem minnstra óþæginda og allir finni lítið fyrir þeim þrátt fyrir að ný skráning þurfi að gerast sem allra fyrst eigi ekki að vera rof á matarþjónustu við barn/börn þitt/þín.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is