Upplestur í 3. og 4. bekk

Þriðjudaginn 20. nóvember kom Haraldur Gíslason og las upp úr nýútkominni bók sinni „Bieber og Botnrassa“ fyrir nemendur í 3. og 4. bekk. Nemendur voru búnir að æfa lag sem Haraldur samdi. En þannig er mál með vexti að í bókinni semja krakkarnir í hljómsveitinni Botnrössu lag. Textinn í laginu er saga af strák sem hittir stelpu sem lagði hann í einelti þegar hann var í grunnskóla. Hún var aðalgellan í skólanum en kannast ekkert við hann né að hafa lagt hann einhvern tíma í einelti þegar hann hittir hana mörgum árum seinna.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is