Tímaflakk - Þema dagar í Skarðshlíðarskóla


Dagana 18. – 21. mars eru þema dagar í Skarðshlíðarskóla. Þemað að þessu sinni er „Tímaflakk“ og verða hin ýmsu tímabil í heimssögunni skoðuð í þaula. Nemendum er skipt í 11 hópa og verða í sama hópnum alla dagana. Hefðbundinn stundatafla verður lögð til hliðar og nemendur fara ekki í sund og íþróttir. Allir verða búnir á sama tíma í skólanum kl. 13:20.

Föstudagurinn 22. mars er skertur dagur eins og fram kemur á skóladagtali skólans.

Þann dag verðum við með opið hús (sýningu af afrekstri vikunnar) fyrir foreldra, ömmur og afa og aðra áhugasama. Sýningin opnar kl. 8:30 og stendur til klukkan 10:00. Það er von okkar að sem flestir geti náð að kíkja aðeins við. Ekki er skóli að öðru leyti þann dag en frístund verður opin frá kl. 10:00 fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar.

Bestu kveðjur,

Stjórnendur


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is