Tilkynning frá Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðra verkfalla

English below

Mikilvægt er að allir hlutaðeigandi fylgist vel með fréttum af fyrirhuguðu verkfalli. Öll starfsemi sveitarfélagsins mun haldast óbreytt ef ekki verður af verkfalli.

Kæru foreldrar og forráðamenn

Eins og kunnugt er hafa Starfsmannafélag Hafnarfjarðar og BSRB boðað til verkfalla frá og með mánudeginum 9. mars. Ef til verkfalla kemur mun áhrifa þeirra gæta í skólastarfinu og biðjum við ykkur að lesa vel upplýsingar hér að neðan.

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar hefur boðað verkföll á fyrirfram ákveðnum dagsetningum; dagana 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. mars, 26. mars, 31. mars og 1. apríl. Hafi samningar ekki tekist fyrir 15. apríl munu allir félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum fara í ótímabundið allsherjarverkfall þar til samningar hafa tekist.

Um er að ræða um 660 starfsmenn hjá Hafnarfjarðarbæ sem flestir starfa innan grunnskóla sveitarfélagsins. Fyrirhugað verkfall nær m.a. til húsumsjónarmanna, ritara, skólaliða, frístunda- leiðbeinenda og stuðningsfulltrúa. Sérstök athygli er vakin á því að frístundaleiðbendur og starfsfólk frístundaheimila og félagsmiðstöðva mun frá og með mánudeginum 9. mars fara í ótímabundið verkfall sem þýðir að allt frístunda- og félagsstarf, fyrir og eftir skóla, fellur niður þar til samningar hafa tekist.

Áhrif á skólastarfið – LESIST VEL

Ef til verkfalla kemur þá munu áhrif m.a. verða með eftirfarandi hætti:
Mánudagur 9. mars og þriðjudagur 10. mars

· Mánudagur 9. mars

Hafragrautur og ávaxtaáskrift eru eins og venjulega en hádegismatur fellur niður
kl. 08:10-09:30 Skóli hjá 1.-4. bekk þar sem allir nemendur mæta á sitt heimasvæði
kl. 08:10-09:30 Skóli hjá 5.-6. bekk þar sem allir nemendur mæta á sitt heimasvæði
kl. 09:50-11:50 Skóli hjá 7.-8. bekk þar sem allir nemendur mæta á sitt heimasvæði

· þriðjudagur 10. Mars

Hafragrautur og ávaxtaáskrift eru eins og venjulega en hádegismatur fellur niður

kl. 08:10-09:30 Skóli hjá 1.-4. bekk þar sem allir nemendur mæta á sitt heimasvæði
kl. 09:50-11:10 Skóli hjá 5.-8. bekk þar sem allir nemendur mæta á sitt heimasvæði

Ótímabundið verkfall frá og með 9. mars

· Frístundaheimili. Frístundaheimili verður lokað ótímabundið, bæði fyrir og eftir skóla, frá og með mánudeginum 9. mars. Ekki verður innheimt fyrir þjónustu sem fellur niður vegna verkfalls

· Félagsmiðstöð. Félagsmiðstöð verður lokuð ótímabundið frá og með mánudeginum 9. mars

Foreldrar og forráðamenn eru, sem fyrr segir, hvattir til að fylgjast vel með fréttum því grunnskólarnir munu vera með eðlilega starfsemi ef verkfall verður slegið af.

· Sundlaugar, íþróttahús og menningarstofnanir bæjarins. Sundlaugar, íþróttahús og menningarstofnanir bæjarins verða lokaðar á fyrirfram ákveðnum dagsetningum. Bókasafn Hafnarfjarðar verður opið frá kl. 10-17 með fyrirvara um skerta þjónustu

Með góðri kveðju

Ingibjörg Magnúsdóttir
Skólastjóri Skarðshlíðarskóla

         Announcement from Hafnarfjarðarbær on Planned Strikes
It is important to pay close attention to the news of the proposed strike. All activities of the municipality will remain unchanged if there is no strike.

Dear parents and guardians
As is well known, Hafnarfjörður Employees' Association and BSRB have announced strikes as of Monday 9 March. In the event of a strike, their impact will be felt in schoolwork and we ask you to read carefully the information below.
Hafnarfjörður Employees' Association has announced strikes on predetermined dates; on March 9 and 10, March 17 and 18, March 24, March 26, March 31 and April 1. If agreements are not concluded before April 15, all members of the BSRB member companies working with state and local governments will go on an indefinite general strike until the agreements have been concluded.
There are about 660 employees at Hafnarfjörður, most of whom work within the municipality's primary school. Proposed strike includes to caretakers, secretaries, leisure instructors and support staff. Particular attention is paid to the fact that leisure instructors and leisure staff and social centers will, from Monday 9 March, go on an indefinite strike, which means that all leisure and social work, before and after school, will cease until contracts have been concluded.
Impact on school work - PLEASE READ
If a strike occurs then the effects will be as follows:

. Monday 9. March
Porridge and fruit will be served but not lunch.
kl. 08:10-09:30 Students in grades 1-4 start the day in their classrooms
kl. 08:10-09:30 Students in grades 5-6 start the day in their classrooms
kl. 09:50-11:50 Students in grades 7-8 start the day in their classrooms

Tuesday 10. March
Porridge and fruit will be served but not lunch.
kl. 08:10-09:30 Students in grades 1-4 start the day in their classroomskl. 09:50-11:10 Students in grades 5-8 start the day in their classrooms 


. The town's swimming pools, school´s gymnasiums and cultural institutions. The town's swimming pools, school´s gymnasiums and cultural institutions will be closed on predetermined dates. The Hafnarfjordur Library will be open from 10-17 subject to reduced service
Unlimited strikes as of Monday, March 9.
. Pre School and after School Program. Leisure homes will be closed indefinitely, both before and after school, starting Monday, March 9
. Social centre. The social center will be closed indefinitely from Monday 9 March
As mentioned earlier, parents and guardians are encouraged to keep a close eye on the news, since elementary schools will have normal activities if a strike is interrupted.

 Sincerely
Ingibjörg Magnúsdóttir
Principle


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is