Stærðfræðikeppnin Pangea

Frá 2016 hefur stærðfræðikeppnin Pangea haldin fyrir alla nemendur á Íslandi í 8. og 9. bekk sem vilja taka þátt.

Í ár voru 3.712 nemendur skráðir úr 73 skólum, 2024 úr 8.bekk og 1.688 úr 9.bekk.

Keppnin er í 3 umferðum. Í fyrstu umferð er öllum boðið að taka þátt sem vilja en um helmingur kemst áfram í aðra umferð. Til að komast í lokaumferðina þurfti 25 stig í 8.bekk og 29 stig í 9.bekk af 40. 101 nemanda var boðið í úrslitakeppnina.

Við erum stolt að segja frá því að Bergur Fáfnir Bjarnason nemandi í 8. bekk komst áfram í lokakeppnina sem mun fara fram í MH laugardaginn 28. mars.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is