Orðaforði og lesskilningur

Tengsl eru á milli orðaforða og lesskilnings og orðaforði hefur mikið að segja varðandi læsi og námsgengi. Því fleiri orð, því meiri lesskilningur.

Hér er unnið með dýr og hugtökin: Villt dýr, gæludýr, húsdýr, spendýr og sjávardýr. Við byrjuðum að spjalla um hvað einkenndi hvern flokk. Krakkarnir nefndu dýrin og flokkuðu þau síðan á réttan stað á töflunni. Um leið rökstuddu þau af hverju dýrið tilheyrði viðkomandi flokki. Við veltum líka fyrir okkur hvort dýrin gætu átt heima í fleiri en einum hópi. 



Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is