Opin vika

Vikuna 1. - 5. apríl verður opin vika hjá okkur í Skarðshlíðarskóla. Þá bjóðum við forráðamenn velkomna í heimsókn í kennslustundir. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að foreldrar heimsækja börnin inn í hvaða kennslustund sem er (líka sund og íþróttir), hvaða dag sem er. Þannig geta foreldrar hitt börn sín á þeim tíma sem hentar hverjum og einum. Með þessu viljum við efla samskipti heimilis og skóla og gefa forráðamönnum kost á að fá innsýn í skólastarfið. Við viljum biðja alla sem koma um að skrifa í gestabókina sem verður við skrifstofuna. Við vonumst til að sjá sem flesta. 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is