Lífshlaupið 2020

Lífshlaupið sem er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands var sett í morgun hjá okkur í Skarðshlíðarskóla. Mikið fjör og gleði var við setninguna, Hekla Sif Óðinsdóttir nemandi í 8.bekk söng fyrir okkur lagið Skyscraper og svo stjórnuðu nemendur í 8.bekk fjöldasöng og dansi við lagið We will rock you. Þráinn Hafsteinsson formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ stjórnaði dagskránni. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri flutti ávarp og tók þátt í þrautabraut með nemendum en tvö lið kepptu sín í milli í ýmsum þrautum og að lokum í reipitogi. Allir skemmtu sér vel og fengu liðin mikla hvatningu frá nemendum.   


Fleiri myndir hér


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is