Jólasöngstund

Jólasöngstund var haldin í Skarðshlíðarskóla í dag.

Nemendur úr Skarðshlíðarskóla og Skarðshlíðarsleikskóla sungu saman nokkur jólalög.

Stefán og Eiríkur frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar spiluðu undir.

Krakkarnir skemmtu sér mjög vel og sungu með öllum lögunum af mikilli gleði.

Einnig voru tveir hópar úr dansmiðju hjá Önu með atriði þar sem þau dönsuðu við jólalag.

Yndisleg jólahefð sem án efa verður tilhlökkun hjá mörgum á komandi árum.

 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is