Green Screen í upplýsinga- og tæknimennt.

Nýverið var málaður svokallaður Green Screen veggur í tölvuverið okkar.

Nemendur í 6. og 7.bekk hafa verið að prófa að vinna með vegginn og hafa búið til margar skrautlegar og skemmtilegar myndir og myndbönd.

 

Þegar er búið að taka mynd af viðfangsefninu fyrir framan vegginn er forritið iMovie notað til þess að setja hina ýmsu bakgrunna í stað græna veggsins.

 

Virkilega skemmtileg viðbót við tölvuverið okkar og verður eflaust mikið notuð.

Ef þið eigið eitthvað grænt sem ekki er í notkun heima þá væri frábært að fá það til okkar í tölvuverið, s.s. græna hanska, teppi, dúka o.s.f.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is